<< Back

Ný vörulína - Jogging buxur - lífræn bómull - dökkbláar

3.590kr

🌎 NÝ VÖRULÍNA - Joggingbuxur úr lífrænni bómull 

 

Buxurnar eru sérhannaðar fyrir Hjallastefnuna og klassískt joggingbuxnasnið með breiðri teygju í mittið og stroffi að neðan. Buxurnar eru úr 95% lífrænni gæðabómull og 5% teygju til að styrkja buxurnar.  Efnið er milliþykkt um 280g og heldur því vel hita án þess að vera of þykkt en buxurnar eru einstaklega mjúkar og þægilegar. 

 

Litur: Dökkblár

 

Stærðir: Fáanleg í stærðum 86 - 92 - 98.  Sjá nánar stærðartöflu. 

 

Mikilvæg tilkynning til foreldra
Okkur þykir mjög leitt að tilkynna að galli kom í ljós þegar buxurnar komu til landsins í stærðum 104, 110, 116, 122 og 128 og því eru þær ekki fáanlegar í vefverslun.  Hjallastefnan er að leita allra leiða til að leysa málið. Við munum upplýsa ykkur um gang mála eins fljótt og auðið er í þeim efnum.  Bendum þó á að eldri týpa af buxum er til í stærðum 122, 128 og 134 - Sjá hér https://vefverslun.hjalli.is/product/lsk-buxur

 

 

Vistvæn, vottuð og ábyrg framleiðsla

Hjallastefnan hefur unnið að því að stíga stór umhverfisskref í fatamálum og var fyrsta skrefið Ullarpeysa Hjallastefnunnar sem og að hætta með flísefni.  Framtíðarstefna Hjallastefnunnar er einnig að vinna með fyrirtækjum sem sérhæfa sig í  umhverfisvænni framleiðslu og eru samfélagslega ábyrg.  Ákveðið var að taka upp samvinnu við fyrirtæki Continental Clothing sem er alþjóðlega viðurkennt og hefur vottanir um lífræna og vistvæna framleiðslu. Nýju buxurnar eru hluti af þessari nýju stefnu og er notuð lífrænt ræktuð bómull sem er unnin samkvæmt ströngustu gæðakröfum um umhverfisstefnu, dregið hefur verið úr kolefnisfótspori  og framleiðslan er gæðavottuð.

 

Þvottaleiðbeiningar

Setja í körfu

Vefsíðugerð & vefhönnun: Smartmedia 2013