<< Back

Lindex joggingbuxur - Dökkbláar - Ný vörulína

2.990kr

🌎 Hjallastefnan og Lindex í samstarf

Hjallastefnan og Lindex hafa hafið samstarf og eru nú hinar vinsælu joggingbuxur úr Lindex fáanlegar í vefverslun Hjallastefnunnar. Buxurnar eru úr sustainable línu Lindex, lífræn bómull og teygja sem dansar í takt við nýja stefnu Hjallastefnunnar þar sem markmið eru ábyrg framleiðsla og umhverfissjónarmið.  Buxurnar klassískt joggingbuxnasnið með breiðu stroffi í mittið og stillanlegri teygju sem hentar börnunum einstaklega vel.  

 

Litur: Dökkblár

 

Stærðir: Fáanleg í stærðum 92 - 98 - 104 - 110 - 116 - 122 - 128

 

Vistvæn, vottuð og ábyrg framleiðsla

Hjallastefnan hefur unnið að því að stíga stór umhverfisskref í fatamálum og var fyrsta skrefið Ullarpeysa Hjallastefnunnar sem og að hætta með flísefni.  Framtíðarstefna Hjallastefnunnar er einnig að vinna með fyrirtækjum sem sérhæfa sig í  umhverfisvænni framleiðslu og eru samfélagslega ábyrg.  Ákveðið var að taka upp samvinnu við fyrirtæki Continental Clothing sem er alþjóðlega viðurkennt og hefur vottanir um lífræna og vistvæna framleiðslu. Nýju buxurnar eru hluti af þessari nýju stefnu og er notuð lífrænt ræktuð bómull sem er unnin samkvæmt ströngustu gæðakröfum um umhverfisstefnu, dregið hefur verið úr kolefnisfótspori  og framleiðslan er gæðavottuð.

 

Þvottaleiðbeiningar

Setja í körfu

Vefsíðugerð & vefhönnun: Smartmedia 2013