<< Back

Ný vörulína - Stuttermabolur - lífræn bómull - Rauður

1.890kr

🌎 NÝ VÖRULÍNA - Rauður stuttermabolur úr 100% lífrænni bómull

 

Klassískur stuttermabolur úr 100% lífrænni gæðabómull og því einstaklega mjúkur og þægilegur. Bolurinn er aðeins fáanlegur í rauðu en mun koma í bláu 2021.

 

Litur: Rauður

 

Stærðir: S (98-104), M (110-116) og L (122-128)
Stærðir frekar litlar

 

Merki: Stórt Hjallastefnulogo er á miðju bolsins eins og á fötum fyrir leikskólabörnin. 

 

Þróun fatamála hjá Hjallastefnunni

Hjallastefnan hefur unnið að því að stíga stór umhverfisskref í fatamálum og var fyrsta skrefið ullarpeysa Hjallastefnunnar sem og að hætta þróun á vörulínum úr flísefni vegna umhverfissjónarmiða.  Framtíðarstefna Hjallastefnunnar er einnig að vinna með fyrirtækjum sem sérhæfa sig í umhverfisvænni framleiðslu og eru samfélagslega ábyrg. Ákveðið var að taka upp samvinnu við fyrirtækið Continental Clothing sem er alþjóðlega viðurkennt og hefur vottanir um lífræna og vistvæna framleiðslu. Nýju peysurnar eru hluti af þessari nýju stefnu og er varan 100% lífrænt ræktuð bómull og er unnin samkvæmt ströngustu gæðakröfum. Dregið hefur verið úr kolefnisfótspori um 90% og framleiðslan er gæðavottuð.

 

Þvottaleiðbeiningar

 

Setja í körfu

Vefsíðugerð & vefhönnun: Smartmedia 2013