<< Back

Starfsfólk - Opnar lopapeysur

8.000kr

Opnar lopapeysur

Lýsing: Opin lopapeysa úr 100% ull

Litur: Dökkblár og grár

Stærðir: XS, S, M, L, XL

Nánari lýsing: Fallegu Hjallastefnu-ullarpeysurnar eru hannaðar af Guðfinnu Mjöll Magnúsdóttur og framleiddar í prjónaverksmiðju Glófa í Reykjavík. Í peysunum eru eiginleikar íslensku ullarinnardregnir fram. Ullin er ein sú hlýjasta í heiminum þar sem íslenska sauðkindin hefur þróað ullina út frá veðurfari á Íslandi frá landnámi. Varminn í peysunum er því einstakur og voðin lipur og létt. Til þess að gera peysurnar aðgengilegri fyrir sem flesta þá er mjúk ensk ull notuð í kraga og ermar peysunnar.

Hjallastefnan hefur unnið að því að stíga stór umhverfisskref í fatamálum og var fyrsta skrefið ullarpeysan okkar.  Framtíðarstefna Hjallastefnunnar er að vinna með fyrirtækjum sem sérhæfa sig í  umhverfisvænni framleiðslu og eru samfélagslega ábyrg.  Ákveðið var að taka upp samvinnu við fyrirtæki Continental Clothing sem er alþjóðlega viðurkennt og hefur vottanir um lífræna og vistvæna framleiðslu. Nýju hettupeysurnar fyrir starfsfólk eru hluti af þessari nýju stefnu og koma með gæðastimplinum Earth Positive. Þetta þýðir að varan er úr 100% lífrænt ræktaðir bómull, er unnin samkvæmt ströngustu gæðakröfum um umhverfisstefnu, dregið hefur verið úr kolefnisfótspori um 90% og framleiðslan er gæðavottuð. 

Væntanlegt

Vefsíðugerð & vefhönnun: Smartmedia 2013